Nýr þingmaður með óvenjulega bölvun: „Þreytt dæmi“

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur opnað sig um ansi furðulega, eða jafnvel hversdagslega, bölvun.

„Heimilistæki á mínu heimili endast ekki neitt.. á meðan foreldrar mínir áttu sömu þvottavélina í 17 ár á ég núna fjórðu vélina á fimm árum,“ segir Berglind á Twitter. Tvívegis hefur hún fengið gallað eintak afhent heim til sín, er hún byrjuð að vera þreytt á þessu. „Þreytt dæmi.“

Var hún spurð hver samnefnarinn í þessu væri, svarið hennar var einfalt: „Mig.“