Nýjustu straumar og stefnur í garðahönnun

23. febrúar 2021
19:14
Fréttir & pistlar

Þegar kemur að því að ræða stefnur og strauma í garðahönnun er enginn betur til þess fallinn en Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hjá Urban Beat. Sjöfn Þórðar hittir Björn í splúnku nýjum sýningarsal Trefja í þættinum í kvöld þar sem farið verður yfir stefnur og strauma í hönnuninni í heitu pottunum. En sérhæfing hjá Urban Beat liggur í garðahönnun. „Ég hef verið að hanna garða síðan á síðustu öld og er eini landslagsarkitektinn sem hef gefið mig algjörlega að slíkum verkefnum.“ Björn er á því að árið muni einkennast af hreiðurgerð og heimili fólks muni flæða meira út í garðana. „Þetta ár mun einkennast enn meira af hreiðurgerð. Með meiri heimaveru fólks í faraldrinum vill það að garðurinn sé ekki síður búsvæði en heimilið. Það verður því ekki síður mikilvægt að hægt verði að nota garðinn allt árið og allan sólarhringinn. Lítil hús sem gegna hlutverki heimaskrifstofu, sumargistingu eða sólskála verða nauðsyn frekar en ósk,“segir Björn. Meira um það sem framundan er í garðahönnun á árinu og draumagarðurinn er handan við hornið í þættinum Matur og Heimili í kvöld klukkan 20.00 og aftur klukkan 22.00.