Nýjasta afurðin gerð úr lúpínumjöli

Á Akranesi er heillandi staður sem áhugavert er að heimsækja, Matarbúr Kaju. Matarbúr Kaju er allt í senn, heildsala, verslun og lífrænt kaffihús sem hefur að geyma margar þær bestu kökur og kræsingar sem finnast hér á landi. Karen Jónsdóttir, sem er að öllu jöfnu kölluð Kaja, er konan á bak við þetta allt saman.

IMG_4687.jpg

Í þættinum Matur og heimili í kvöld mun Sjöfn Þórðar heimsækja Kaju sem er frumkvöðull á sínu sviði í heildsöluna hennar þar sem töfrarnir gerast. Kaja brennur fyrir starfi sínu og það er hennar hjartans mál að velja hágæðavörur, lífrænar og án allra aukaefna. Kaja mun fletta ofan af leyndardómnum bak við vörurnar sínar og gefa Sjöfn innsýn í það sem hún er að gera. Áhorfendur munu fá smjörþefinn af þeim vörum sem Kaja er að framleiða en allar hennar matvörur eru lífrænt vottaðar.

Ketó brauð

„Ég trúir því staðfastlega að við séum það sem við borðum og með þann boðskap stofnaði ég Kaja Organic, Matarbúr Kaju og Café Kaju,“ segir Kaja og bætir við að reglan sé einföld. „Allar vörur eru lífrænar, umhverfisvænar og gæðin í hámarki og ekkert gefið eftir í þeim efnum.“ Kaja er iðin að koma með nýjungar og í þættinum í kvöld sviptir hún hulunni af tveimur nýjungum en henni hefur meðal annars tekist að búa til sælkera hrökkbrauð úr lúpínumjöli. Sjöfn féll algjörlega fyrir þessu hrökkbrauði sem á sér enga líka.

Áhugaverð og fróðleg heimsókn Sjafnar til Kaju í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Hægt er að sjá brot úr þætti kvöldsins hér:

.