Ný könnun: Sjálf­stæðis­flokkur langstærstur

Sjálf­stæðis­flokkurinn fengi 23,5 prósent at­kvæða ef gengið yrði til Al­þingis­kosninga í dag, sam­kvæmt nýrri könnun MMR. Flokkurinn bætir við sig fylgi frá síðustu könnun en þá var það 22,2 prósent.

944 ein­staklingar, 18 ára og eldri, svöruðu könnun MMR sem fram­kvæmd var dagana 19. til 25. maí. Þátt­tak­endur voru valdir úr Þjóð­skrá þannig að þeir endur­spegli lýð­fræði­lega sam­setningu þjóðarinnar á hverjum tíma, segir á vef MMR um könnunina.

At­hygli vekur að Píratar eru nú næst­stærsti flokkur landsins og mælist fylgi hans nú 14,6 prósent. Í síðustu könnun mældist það 11,6 prósent. Píratar fengu 9,2 prósenta fylgi í kosningunum 2017.

Fylgi Sam­fylkingarinnar mælist nú 13,3% en mældist 12,3% í síðustu könnun. Fylgi Við­reisnar mælist nú 11,3% og mældist 12,2% í síðustu könnun. Fylgi Mið­flokksins mælist nú 10,8% og mældist 9,7% í síðustu könnun.

Þá vekur lágt fylgi Vinstri grænna at­hygli en flokkurinn mælist nú með 10,6 prósenta fylgi en var 11,6 prósent í síðustu könnun. Í kosningunum 2017 fékk VG 16,9 prósent at­kvæða.

Fylgi Fram­sóknar­flokksins mælist nú 6,4% og mældist 9,4% í síðustu könnun. Fylgi Sósíal­ista­flokks Ís­lands mælist nú 4,1% og mældist 4,3% í síðustu könnun. Fylgi Flokks fólksins mælist nú 3,6% og mældist 3,9% í síðustu könnun. Flokkur fólksins fékk 6,9 prósent at­kvæða í kosningunum 2017 og fjóra þing­menn kjörna.

Stuðningur við aðra flokka eða fram­boð mældist 1,8% saman­lagt.

Þá sögðust 47,5 prósent svar­enda styðja ríkis­stjórnina, en í síðustu könnun, sem birt var 8. Maí, var stuðningurinn 54,2 prósent.