Nú þarf Erna þína hjálp: Missti heimili sitt og sex hunda í brunanum í gær – Vinir setja af stað söfnun

28. október 2020
14:41
Fréttir & pistlar

Sett hefur verið af stað söfnun fyrir Ernu Christian­sen, unga konu sem missti heimili sitt og sex hunda í hús­bruna í Kópa­vogi í gær. Greint er frá söfnuninni á vef Hunda­sam­fé­lagsins á Face­book og veitti Saga Matt­hildur Árna­dóttir Hring­braut góð­fús­legt leyfi til að greina frá henni.

„Í brunanum sem var í Kópa­vogi í gær missti ung kona heimili sitt og 6 af hunda­börnunum hennar dóu af völdum brunans. Það tókst að bjarga 4 hundum. Þessi unga, dug­lega og yndis­lega kona missti því bæði heimili sitt og hluta a börnunum sínum í þessum hræði­lega at­burði,“ segir í færslu Sögu og segir hún að þó nokkrir hafi tekið sig saman og sett söfnunina af stað.

Reikningurinn er á nafni Sögu en allt sem safnast fer beint til Ernu. „Þetta eru al­gjör­lega frjáls fram­lög og allt fer beint til Ernu til þess að gera henni kleift að kaupa það sem vantar og komast aftur á fæturna eftir þetta stóra á­fall.“

Miklar skemmdir urðu í elds­voðanum og sem fyrr segir dóu sex hundar en fjórir komust lífs af. Í færslu sem Slökkvi­liðið á höfuð­borgar­svæðinu birti á Face­book-síðu sinni í dag kom fram að hundarnir hefðu verið með­vitundar­lausir þegar þeim var bjargað. Var þeim gefið súr­efni og öndunar­belgir hnýttir í þá til að hjálpa þeim að anda.

„Við fengum gær góðu fréttir í dag að þeir væru að braggast vel,“ sagði í færslu Slökkvi­liðsins á höfuð­borgar­svæðinu.

Reiknings­upp­lýsingarnar eru hér að neðan:

kt. 250898-2829

Reikningsnr: 0545-14-003866