Nú kostar ein með öllu á Bæjarins bestu 500 krónur

24. nóvember 2020
18:26
Fréttir & pistlar

Bæjarins bestu hafa hækkað verð hjá sér á pylsum í 500 krónur frá og með deginum í dag. Áður kostaði pylsan 470 krónur og nemur hækkunin 6,4 prósentum.

Markaðurinn greinir frá þessu í dag.

Þar er haft eftir Guð­rúnu Krist­munds­dóttur, eig­anda og fram­kvæmda­stjóra Bæjarins bestu, að hækkandi að­fanga­kostnaður og sér­stak­lega hækkandi launa­kostnaður, liggi að baki þessari verð­hækkun.

„Við höfum ekki hækkað verð í mörg ár en neyðumst til þess núna. Launa­kostnaður er kominn vel yfir 40 prósent af tekjum,“ hefur Markaðurinn eftir Guð­rúnu.