Nú getið þið mátað húsgögn inn á heimilið ykkar í þrívídd

Ragna Sara Jónsdóttir, listrænn stjórnandi og stofnandi Fólk Reykjavík, verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Tækninni fleygir fram og það er ótrúlega margt sem við getum gert gegnum tæknina. Eitt af því nýjasta sem hægt er að gera er að máta húsgögn inn á heimilið og sjá hvort þau passi við rýmið áður en kaup eiga sér stað.  Staðreyndin er sú að vefverslun hefur aukist hratt og æ fleiri nýta sér vefverslun til að versla matvæli, föt og innanstokksmunni á veraldarvefnum.

Hönnunarfyrirtækið Fólk Reykjavík steig skrefinu lengra í sumar en það er fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að bjóða upp á aukinn veruleika á vefsíðu sinni. Hönnunarfyrirtækið leggur áherslu á að hanna fyrir nútímalíf og sýn þeirra er að auðvelda fólki og fyrirtækjum sjálfbærari lífsstíl. Sjöfn Þórðar heimsækir Rögnu Söru Jónsdóttir stofnanda Fólk Reykjavík og fær innsýn í hinn aukna veruleika.  „Með auknum veruleika getur fólk skoðað og mátað vörur heima hjá sér og séð þau líkt og þau væru í rýminu,“ segir Ragna Sara og bætir við: „Þannig að varan birtist í rauninni heima hjá þér eða hvar sem þú ert.“

Í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu vegna faraldursins er Fólk Reykjavík að bregðast við nýjum viðskiptavenjum.  „Fólk sem á erfiðara með að fara í verslun og hefur jafnvel minni áhuga á því getur farið þessa leið til að skoða og velja sér hönnunarvörur inn á heimilið eða önnur rými,“ segir Ragna Sara. „ Þannig með að fara inn á heimasíðuna okkar getur þú bara farið inn í gegnum snjallsímann þinn. Klikkað á þá vöru sem þig langar að skoða og svo bara mátað hana inn,“ sagði Ragna Sara og er bjartsýn um það þessi nýja tækni eigi eftir að þróast enn frekari í náinni framtíð. Sjón er svo sannarlega sögu ríkari.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.

Fasteignir_og_Heimili_2020_39.00_00_43_17.Still107.png