Níræð amma Hildar þarf að forðast áreitni frá körlum: „Þetta mun aldrei lagast“

Amma Hildar Lilliendahl þarf að nota heyrnartól til að koma í veg fyrir að hún sé áreitt af karlmönnum. Hildur greinir frá þessu á Twitter. Hún segir að amma sín sé níræð og sé búsett á hjúkrunarheimili. Hún noti heyrnartólin markvissi í þessum tilgangi.

„Amma mín er fædd 1935 og hún notar heddfóna markvisst til að bægja ókunnugum uppáþrengjandi körlum frá sér á hjúkrunarheimilinu sínu,“ segir Hildur á Twitter.

Hildur sem hefur verið áberandi í baráttu sinni gegn ofbeldi í garð kvenna sendir svo skilaboð til allra kvenna í ljósi þess sem amma hennar þarf að gera:

„Bara svo þið vitið, stelpur: 1. þið eruð ekki einar og 2. þetta mun aldrei lagast.“