Nína varð vitni að sorg­legu at­viki í dag: „Mér er illt í hjartanu“

13. október 2020
15:32
Fréttir & pistlar

„Ég varð vitni að því þegar upp komst um þjófnað í mat­vöru­verslun í dag. Það er allt of mikið til af öllu en samt er neyðin svo mikil á sumum heimilum að fólk sér enga aðra leið.“

Þetta segir Nína Richter, ljós­myndari og rit­höfundur, í færslu á Twitter-síðu sinni í dag sem vakið hefur mikla at­hygli. Eins og Nína greinir frá varð hún vitni að þjófnaði í dag. Nína segir að svo virðist vera sem neyðin hjá sumum sé það mikil að þeir sjá þann eina kost að hnupla.

„Við eigum flest allt of mikið af öllu og þetta kerfi er ger­sam­lega glatað. Mér er illt í hjartanu,“ segir hún og heldur á­fram:

„Lög­reglan var á leiðinni og ég var farin áður en hún kom. Ég þekki þetta til­tekna mál ekki til hlítar og er hvorki lög- né hag­fræðingur en það hlýtur að vera hægt að út­færa lögin þannig að fá­tækt fólk í svona ömur­legri neyð þurfi ekki að óttast refsingu. Fólk sem á ekki mat,“ segir Nína og bætir við að fólk geti brugðist við og hjálpað þeim sem eru í neyð.

„Þið getið brugðist við og styrkt Mæðra­styrks­nefnd og Fjöl­skyldu­hjálp Ís­lands með ýmsum hætti. Co­vid er vafa­lítið þungur róður fyrir þá sem áttu erfitt fyrir. Matur, peningar og föt sem þið eigið af­lögu getur komið að góðum notum.“