Vilja að Gylfi fái fálka­orðuna: „Þú bjargaðir þessari fal­legu sorg­mæddu konu“

Hátt í hundrað manns hafa tjáð sig undir frétt RÚV um Gylfa Þór Þor­steins­son, um­sjónar­mann far­sótta, en hann reyndist mikill ör­laga­valdur í lífi Alice D'Souza, ástralskrar konu sem missti unnustu sinni fyrstu Co­vid- bylgunni.

Alice greinir frá því að fréttinni að Gylfi tók við henni á sótt­varna­hótelinu og sýndi ó­­­metan­­legan stuðning.

„Ég veit ekki hvernig ég hefði komist í gegnum þetta án hans,“ segir Alice. Unnusti Alice, David Lowe, var fyrstu maðurinn til að láta lífið vegna veirunnar á Ís­landi.

Hann var um fer­tugt og var staddur hér á Ís­landi í trú­lofunar­ferð með Alice. Hann smitaðist al­var­lega, veiktist og lést á skömmum tíma.

Hjónin voru á Mý­vatni þegar David veiktist skyndi­lega og flutti sjúkra­bíll hann á Húsa­vík. Það stóð til að flytja hann til Akur­eyrar eða Reykja­víkur en áður en það gat hafist fór hann í hjarta­stopp. Endur­lífgunar­til­raunir voru gerðar en þær báru ekki árangur.

Alice beið á sjúkra­húsinu í 70 mínútur áður en Ás­geir Böðvars­son yfir­læknir á Húsa­vík, kom til hennar og til­kynnti henni að David væri látinn.

Alice reyndist vera með veiruna líka og var hringt í Gylfa Þór sem þurfti að koma á fót sótt­kvíar­hóteli fyrir hana. „Hún vissi ekki hvort hún myndi lifa eða deyja,“ segir Gylfi.

Alice gleymir því aldrei þegar Gylfi tók á móti henni á hótelinu, gekk til hennar og tók utan um hana. „Það var í fyrsta skipti frá því að David dó sem ein­hver snerti mig líkam­lega og sýndi mér stuðning. Mér fannst bein­línis að ég velti byrðunum yfir á Gylfa og veit ekki hvernig ég hefði komist í gegnum þetta án hans.“

Gylfi og Alice mynduðu sterk tengsl á þeim tíma sem Alice dvaldi á hótelinu. Þau ræddu um sorgina sem Gylfi hefur líka fengið að reyna.

Hann tók ekki annað í mál en að Alice fengi að kveðja David í hinsta sinn og gafst ekki upp fyrr en hún fékk leyfi til þess.

Í lík­húsið fóru þau saman og Alice fékk að eiga síðustu stund með unnusta sínum og halda í hönd hans. „Þetta var mjög fal­­leg stund og greini­­legt að á milli þeirra ríkti mikil ást,“ segir Gylfi.

Frá­sögn Alice hefur kveikt í net­heimum á Ís­landi en Gylfi Þór fékk ekki fálka­orðuna líkt og aðrir sem tóku þungann af far­aldrinum.

„Eg skyldi aldrei af hverju Gylfi fékk ekki Fálka­orðuna eins og hinir sem voru með hitann og þungan í Co­vid-far­aldrinum,“ skrifar Elín Geira Óla­dóttir og fær hátt í hundrað „likes“ fyrir.

Sól­veig Sig­ríður Magnús­dóttir tekur undir með Elínu. „Ég var ein­mitt að tala um það að það er kominn tími til að hann fái orðu­veitingu fyrir mann­­gæsku þessi ein­staki öðlingur.“

Dóttir Gylfa, Guð­munda Íris Gylfa­dóttir, lætur sig ekki vanta og segir: „Það sem ég er stolt af honum pabba mínum“

„Al­­gjör­­lega sam­­mála. Hef dáðst að þessum manni frá því að hann fór að birtast í fjöl­­miðlum. Yfir­­vegaður, hóg­­vær og það skín af honum kær­­leikur,“ skrifar Ágústa Hrefna Lárus­dóttir.

„Þú ert alveg dá­­sam­­legur maður. Þú bjargaðir bara þessari fal­­legu sorg­­mæddu konu Alice,“ segir Stefanía Stefáns­dóttir.

„Gylfi er ein­stakur maður og sýndi það svo sannar­­lega í sínu starfi í Co­vid. Það var sannur heiður að hafa haft hann sem yfir­­mann í Sótt­varnar­húsinu. Takk Gylfi,“ segir Erna Þórarins­dóttir.

Svona mætti lengi telja og rignir lofum yfir Gylfa í þræðinum.