Net­verjar undra sig á grind­verki í Hlíðunum: „Hata þetta svo mikið“ – sjáðu svarið frá Reykja­víkur­borg

„Heimsku­legt dagsins,“ skrifar Krist­rún Emilía á Twitter í dag og birtir mynd af „undar­lega háu grind­verki“ sem býr til blind­horn ef það skildi koma hjól og bif­reið á sama tíma.

„Lausnin er þessi bogi sem heftar að­gengi hjóla­stóla og barna­vagna,“ skrifar Emilía en færslan hefur fengið mikil við­brögð.

Net­verjar virðast þekkja til bogans og segjast margir hverjir hata hann. Þá benda flestir Krist­rúnu á að senda á­bendingu á Reykja­víkur­borg sem hún gerði og má sjá svarið hér að neðan.