Standa með vara­þing­manni eftir ó­geðfelld nafn­laus skila­boð: „Vá þessir fá­vitar eru rudda­legir“

Lenya Rún Taha Ka­rim, vara­þing­maður Pírata, á­kvað að deila með fylgj­endum sínum á Twitter ó­geð­felld nafn­laus skila­boð sem henni barst á Twitter. Mun þetta ekki vera í fyrsta skiptið sem Lenya lendir í að­kasti frá net­verjum en vara­þing­maðurinn hefur fengið yfir sig hol­skeflu af kven­hatri og ras­isma sem þjóð okkar ekki til sóma.

Ein­hver ó­prúttin aðila hefur þótt það koma sér við hvernig Lenya klæðir sig í þetta skiptið og sendi henni skila­boðin „Hvers vegna klæðirðu þig alltaf eins og drusla?“ Þú ert vara­þing­maður hagaðu þér þannig.“

Le­nýa svarar honum með léttu gríni en skrifar með færslunni: „Gleymist að ég sé bara 22 ára, má ég að­eins.“

Þá bætir hún við. „Ef ég klæði mig á í­halds­saman hátt er ég mússa­kerling sem vill inn­leiða shaira­lög, ef ég klæði mig SUMAR­lega er ég drusla,“ skrifar Lenya.

Stuðningur hefur komið úr öllum áttum og hafa hátt í þúsund manns like-að færsluna.

Ásta Helga­dóttir, fyrr­verandi þing­maður skrifar meðal annars. „Omg magi, stór­hættu­legt. Jeminn“

Felix Bergs­son, leggur einnig orð í belg og skrifar: „Vá hvað þessir fá­vitar eru rudda­legir. Þykir leitt að sjá þetta“

Hekla Elísa­bet Aðal­steins­dóttir, sem starfar fyrir þing­flokk Pírata, skrifar: „Ef þessi mann­leysa mætir mér ein­hver tímann á sinni aumu lífs­leið.. Oh Boy.“ Og svona mætti lengi telja.