Net­verjar í kasti yfir confetti-sprengju Frið­riks Ómars: „Held þetta hafi verið Jógvan“

17. maí 2020
14:19
Fréttir & pistlar

Net­verjar í kasti yfir confetti-sprengju Frið­riks Ómars: „Held þetta hafi verið Jógvan“
Fjöl­margir Ís­lendingar fylgdust með beinni út­sendingu Ríkis­út­varpsins úr Euro­vision-partýi Eurobandsins í Hörpu í gær en þegar þátturinn fór að líða undir lok varð upp­á­koma sem fæstir bjuggust ef­laust við.

Frið­rik Ómar var við það að kynna næstu at­riði eftir að hafa tekið Euro­vision lag sitt úr undan­keppninni í fyrra, Hvað ef ég get ekki elskað, með Selmu Björns­dóttur, Regínu Ósk og Jógvan Han­sen, þegar confetti-sprengja var sprengd í áttina að honum með þeim af­leiðingum að honum dauð­brá og hluti sprengjunnar endaði meðal annars uppi í honum. Mynd­band af at­vikinu hefur nú farið sem eldur í sinu á netinu.

Skjáskot/RÚV

„ELSKA ÞETTA held þetta hafi verið Jógvan hann er alltaf eitt­hvað að grínast,“ skrifar Margrét Erla Maack meðal annars á Twitter og birtir mynd­band með. „Há­punktur kvöldsins – Jafn­vel vikunnar,“ skrifar Eva Ruza.

Þrátt fyrir að mikill kraftur hafi verið í sprengjunni og Frið­riki brugðið til að byrja með virtist hann taka vel í upp­á­tækið og mátti sjá hann hlæja áður en skipt var yfir í aug­lýsingar. Á heima­síðu RÚV má sjá þáttinn í heild sinni en at­vikið á sér stað þegar um einn og hálfur klukku­tími er liðinn.