Net­verjar grínast með mis­­mæli Loga Einars

Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, var gestur kapp­ræðu­þáttar mbl.is í gær. Þar mis­mælti Logi sig og sagði flokk sinn vera „dæmi­gerðan sósíal­demó­kratískan frosk.“

Twitter-notandinn Birkir Bicep birti skemmti­legt mynd­skeið þar sem hann skeytir saman mis­mæli Loga við hið vin­sæla lag Crazy Frog. Mynd­skeiðið má sjá hér að neðan.