Föstudagur 26. ágúst 2016
Náttfari

Viðreisn kemur úr djúpinu

Vart hefur orðið við mikið uppnám og fjaðrafok á vettvangi íslenskra stjórnmála eftir að Viðreisn byrjaði að fá á sig svip umfram þann trausta og ákveðna svip sem Benedikt Jóhannesson hefur sett á flokkinn. Hann var lengi einn á sviðinu og farið var að spyrja hvort flokkurinn ætlaði að tefla honum einum fram. En nú hafa fleiri verðandi forystumenn flokksins stigið fram og hermt er að margir aðrir muni birtast á næstu dögum.
Mánudagur 22. ágúst 2016
Laugardagur 20. ágúst 2016
Náttfari

Allt kostar, líka kosningaloforð

Hefur einhver ekki tekið eftir því að nú gengur á með sverum kosningaloforðum í hópi ráðherra ríkisstjórnarinnar? Löngum hafa Íslandingar gantast með slík loforð enda hafa þau oft verið ódýr og lítilsgild. Svona \"skrifaðu flugvöll!\" loforð og höfð í flimtingum. En, varla lengur!
Miðvikudagur 17. ágúst 2016
Náttfari

Flóttinn mikli úr þinginu

Fjölmiðlar hafa skýrt frá því að nú þegar hafi 16 þingmenn tilkynnt um að þeir ætli að hætta þingmennsku í haust. Um er að ræða fjórða hvern núverandi þingmann. Sumir þeirra hætta eftir langan og farsælan feril og líta þannig á að nóg sé að gert. Það gildir um Kristján Möller, Ragnheiði Ríkharðsdóttur, Ögmund Jónasson, Einar Kristinn Jónsson og Katrínu Júlíusdóttur. Þau hafa öll verið virtir og öflugir þingmenn og fjögur þeirra ráðherrar. Sigrún Magnúsdóttir hættir fyrir aldurs sakir. Helgi Hrafn Gunnarsson pírati ætlar að hætta öllum að óvörum en hann hefur notið vinsælda meðal almennings.
Mánudagur 15. ágúst 2016