Náttfari
Sunnudagur 13. mars 2016
Náttfari

Landsdómsböðull vill verða formaður

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir drap í vonum Magnúsar Orra Schram um formennsku í Samfylkingunni áður en hann gat tilkynnt um framboð sitt.
Fimmtudagur 10. mars 2016
Náttfari

Hræsni bjarna ben

Jú, það er vegna sögulegra staðreynda um nánustu fjölskyldu hans sem allt of margir Íslendingar muna vel.
Þriðjudagur 8. mars 2016
Náttfari

Nýr skuggastjórnandi?

Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR þykir hafa hlaupið á sig þegar hún gaf til kynna í viðtali við RÚV í dag að hún ætlaðist til þess að fulltrúar VR í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna andmæltu fyrirhuguðum arðgreiðslum vátryggingarfélaga. Þó hún hafi ekki lagaheimild til afskipta þá sagði hún í fréttinni að hún “ætlaðist til að á gagnrýni hennar sé hlustað.” Þeim orðum var greinilega beint til stjórnarmanna VR í lífeyrissjóðnum en þeir eru 4 talsins.
Mánudagur 29. febrúar 2016
Náttfari

Verklausir og slakir þingmenn fari

Það er útbreidd skoðun að Alþingi Íslendinga hafa ekki verið jafnilla skipað í áratugi. Þeir sem fylgjast vel með stjórnmálum á Íslandi muna ekki eftir því að þingmenn hafi leyft sér áður að sýna þinginu þá lítilsvirðingu að stunda háskólanám samhliða þingsetu eins og sjö nafngreindir þingmenn gera. Þykir það benda til þess að viðfangsefni þingmanna séu hvorki nægileg né áhugaverð úr því þeir leyfa sér framkomu af þessu tagi.
Laugardagur 27. febrúar 2016
Náttfari

Stefanía dæmir sig úr leik

Stefanía Óskarsdóttir kennari í stjórnmálafræðum kemur stundum fram í fjölmiðlum og þykist vera hlutlaus og faglegur álitsgjafi en er í reynd miklu frekar álitshafi.
Mánudagur 22. febrúar 2016
Náttfari

Bjarni vill elínu hirst út

Náttfari telur sig hafa traustar heimildir fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn í Suðvesturkjördæmi ætli ekki að hafa prófkjör fyrir komandi kosningar. Ætlunin er að stilla upp lista í kjördæmi formannsins.