Nanna Rögn­valdar kannast við brauð­tertu Sig­mundar Davíðs: „Hefur ekki einu sinni fyrir því að breyta orða­lagi“

Á þriðju­daginn birtist á mbl.is grein um brauð­tertu­upp­skrift Sig­mundar Davíðs Gunn­laugs­sonar formanns Mið­flokksins undir fyrir­sögninni „Brauð­terta Sig­mundar Davíðs slær öll met“.

„Hér gef­ur að líta svo­kallaða keppnis-brauð­tertu sem erfitt verður að toppa og ekki spill­ir fyr­ir að hún er úr smiðju Sig­­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­­son­ar, for­­manns Mið­flokks­ins.“

„Mið­flokks­brauð­tert­an grein­ir sig frá öll­um öðrum brauð­tert­um að því leyti að hún er ljúf­­feng­ari en all­ar aðrar sinn­ar teg­und­ar og inni­held­ur meira af öllu. Það má nota inni­halds­efni sömu ætt­ar frá öðrum stöðum, en sá bögg­ull fylg­ir því skamm­rifi að þá er verið að sætta sig við það næst­besta.“

Matar­gúrúinn Nanna Rögn­valdar­dóttir deilir þessu á Face­book með orðunum: Eitt­hvað finnst mér þessi brauð­tertu­upp­skrift hans SDG kunnug­leg. Nema ekki skreytingin.

Hún lætur fylgja með hlekk á eigin brauð­tertu­upp­skrift sem virðist ansi svipuð brauð­tertu Sig­mundar Davíðs.

„Þetta er greini­lega þín upp­skrift, krydduð með af­skap­lega lé­legu gríni. Lé­legt að geta ekki upp­runans,“ segir í einum um­mælum við færslu Nönnu sem svarar: Bara það sem maður býst við úr þeirri áttinni.

„Svona rétt eins og þegar gamla laufa­brauðs­upp­skriftin hennar mömmu var allt í einu orðin Paul Hollywood's Leaf Bread,“ en Hollywood er dómari í hinum geysi­vin­sælu þáttum The Great British Bake Off.

Paul Hollywood gerði laufa­brauðs­upp­skrift móður Nönnu að eigin.
Fréttablaðið/Getty