Nafn mannsins sem lést þegar húsbíll brann

Maðurinn sem lést þegar hús­bíll brann í landi Torfa­staða í Grafningi um liðna helgi hét Einar Jóns­son.

Í til­kynningu frá lög­reglunni á Suður­landi kemur fram að kennsla­nefnd ríkis­lög­reglu­stjóra hafi stað­fest þetta með rann­sókn sinni.

Einar var fæddur 21. ágúst 1982 og var hann með lög­heimili að Akra­seli í Reykja­vík. Hann var ó­kvæntur og barn­laus.

Krufning fór fram í gær. Af bráða­birgða­niður­stöðum hennar má ráða að Einar hafi látist af völdum súr­efnis­skorts vegna brunans í bílnum. Nú er beðið endan­legrar niður­stöðu þeirra rann­sókna sem fylgja krufningunni, sem og niður­stöðu tækni­deildar um elds­upp­taka­rann­sókn.

Sú vinna er tíma­frek að sögn lög­reglu og fyrir liggur að hún muni taka ein­hverjar vikur. Ekki er að vænta frekari upp­lýsinga frá lög­reglu um rann­sóknina að sinni.