Nafn mannsins sem lést í árásinni í Barðavogi

Maðurinn sem lést í líkamsárás við Barðavog síðastliðinn laugardag hét Gylfi Bergmann Heimisson. Dánartilkynning var birt í Fréttablaðinu í dag en DV greinir frá.

Gylfi var fæddur árið 1975 og lætur hann eftir sig fjögur börn á aldrinum 2 til 24 ára. Í umfjöllun DV kemur fram að Gylfi hafi verið þekktur í veitingageiranum fyrir aðkomu sína að Gastro Truck-veitingastöðunum en staðirnir voru starfræktir í Mathöll Höfða og Mathöll Granda.

Gylfi var búsettur í kjallara hússins hússins við Barðavog og hafði hann búið þar síðan í mars í fyrra. Karlmaður var handtekinn eftir árásina á laugardag og úrskurðaður í gæsluvarðhald.