Myndband dagsins: Japanskur gullfiskur í Elliðaám

29. júní 2020
22:52
Fréttir & pistlar

Gullfiskur sást synda í Elliðaám, rétt hjá Árbæjarstíflu, um tíuleytið í kvöld. Svavar Hávarðsson, veiðimaður og ritstjóri Fiskifrétta, var að kíkja eftir laxi við stífluna þegar hann sá fiskinn synda á meðal laxanna.

Hann deildi myndbandinu á Facebook og telur áhugafólk að þarna sé um japanskan gullfisk, jafnvel svokallaðan Koi fisk, að ræða. Vinsælt er að eiga slíkan fisk sem gæludýr vegna þess hve litfagur hann er.

Líklegt er að einhver hafi sleppt honum þar sem hann finnst ekki villtur á Íslandi.