Mynd­band dagsins: „Í dag fór hjarta sem við vorum búnir að stöðva allt í einu að skjálfa í miðri að­gerð“

Tómas Guð­bjarts­son, hjarta­skurð­læknir, var meðal þeirra sem fundu fyrir jarð­skjálftunum fyrr í dag en Tómas greinir frá því á Face­book síðu sinni að hann hafi verið í miðri að­gerð á meðan skjálftunum stóð.

„Í dag fór hjarta sem við vorum búnir að stöðva allt í einu að skjálfa í miðri að­gerð - og reyndar skurð­stofan öll og líka við sjálfir. Þetta voru al­vöru skjálftar og á veggjum legu­deildarinnar mynduðust myndar­legar sprungur,“ segir Tómas í færslunni.

Að sögn Tómas tóku læknarnir „píratann á þetta,“ og kláruðu að­gerðina á meðan eftir­skjálftarnir riðu yfir. „Fyrir sænskan kollega minn var þetta enn furðu­legri upp­lifun því hann hafði aldrei upp­lifað jarð­skjálfta - hvað þá í hjarta­að­gerð!“

Með færslunni lætur Tómas fylgja mynd af lækna­hópnum í um­ræddri að­gerð auk þess sem hann birtir mynd­band sem Tómas segir vera „heima­gerð og lítið ýkt versjón.“

Færslu Tómasar og myndbandið má finna hér fyrir neðan.

Í dag fór hjarta sem við vorum búnir að stöðva allt í einu að skjálfa í miðri aðgerð - og reyndar skurðstofan öll og...

Posted by Tomas Gudbjartsson on Miðvikudagur, 24. febrúar 2021