Mynd dagsins: Við­bjóður, Dauða­vík og Drauga­pyttur

30. október 2020
22:33
Fréttir & pistlar

„Það er kominn föstu­dagur og í dag sýnum við ykkur hryllings­ör­nefna­kort í til­efni af því að hin forna ís­lenska há­tíð Vetur­nætur sem fólk í Banda­ríkja­hreppi kallar Hall­oween var haldin á þessum tíma,“ segir í skemmti­legri Face­book-færslu Land­mælinga Ís­lands.

Eins og að framan greinir hafa Land­mælingar birt hryllings­ör­nefna­kort. Ó­hætt er að segja að mörg hræði­leg ör­nefni séu til á Ís­landi eins og með­fylgjandi upp­talning ber með sér: Við­bjóður, Dauða­vík, Drauga­pyttur, Hel­víti og Drauga­dalur.

„Við gerð hrekkja­vöku­kortins leituðum við að ör­nefnum sem inni­halda alls konar hræði­leg orð eins og högg­stokkur, dauði, bein, ill, drauga, blóð, drekking, vond, af­töku, nykur, lík, dráp, sníkju, galdra, við­bjóð, tröll, skessa, gálga, hel, Svörtu­loft, Dys, Mann­skaða, djöfla, grafar,“ segir í færslunni en á kortinu eru sam­tals 1238 ör­nefni.

Kortið hefur vakið tals­verða at­hygli á Face­book í dag en það er hægt að skoða nánar hér.