Mynd dagsins: Ung hetja kemur páfagauki til bjargar

11. júlí 2020
12:13
Fréttir & pistlar

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins á mynd dagsins í dag, eða öllu heldur myndir dagsins.

Verkefni sem berast á borð slökkviliðsins eru af ýmsum toga en í gærkvöldi var hringt inn vegna þess að páfagaukur var fastur uppi á þaki.

Slökkviliðið mætti á vettvang og reyndist páfagaukurinn hikandi við að koma niður.

Ung stúlka, sem var að passa páfagaukinn, endaði á því að fara sjálf upp á þak með slökkviliðsmönnum og öðrum páfagauki að nafni Gló.

Sagan endaði vel og Ari komst heill á húfi niður af þakinu.