Mynd dagsins: „Tveggja metra reglan!“

11. ágúst 2020
14:15
Fréttir & pistlar

Mynd dagsins á lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu sem hún birtir á Face­book. Á henni má sjá tvo lög­reglu­menn út­skýra tveggja metra regluna svo­kallaða með handa­hreyfingu fyrir utan ó­nefndan skemmti­stað í mið­bæ Reykja­víkur.

Eins og les­endur muna ef­laust fór lög­reglan á stjá um helgina og kannaði sótt­varnar­ráð­stafanir á 24 veitinga-og skemmti­stöðum í mið­bænum.

Á níu stöðum var allt í sóma en á fimm­tán stöðum var svo ekki. Töluðu lög­reglu­menn jafn­vel um að þeir hefðu ekki treyst sér inn á nokkra staði, svo þröngt var á milli manna að það or­sakaði mikla smit­hættu.