Mynd dagsins: Tommi fékk sér blund á fyrsta deginum

Tómas Tómasson, oftast kallaður Tommi og kenndur við hamborgarabúlluna, settist í fyrsta sinn á Alþingi nú í vikunni, hvorki meira né minna en 72 ára að aldri.

Fyrsti dagurinn fór þó eflaust ekki alveg eftir plani, en Tommi sofnaði örstutt í stólnum sínum í sal Alþingis, væntanlega undir ljúfri ræðu einhvers kollega hans.

Þetta gæti því orðið ansi erfitt líf fyrir Tomma næstu fjögur árin en hann á eftir að sitja hundruði þingfunda ef allt gengur að óskum. Það verður því fróðlegt að sjá hvort hann nái að halda út einhverja fundi án þess að sofna!

Tommi hafði þó mestan húmor fyrir þessu sjálfur og deildi mynd af sér í miðjum blundi. Þessa óborganlegu mynd má sjá hér: