Mynd dagsins: Þú getur fengið allt í Góða hirðinum, líka smokka

5. ágúst 2020
17:20
Fréttir & pistlar

Mynd dagsins að þessu sinni er úr nytja­markaði Góða hirðisins í Fells­múla en eins og flestir vita er hægt að finna allt milli himins og jarðar þar.

Myndina tók gestur markaðarins og var það sér­stak­lega einn hlutur sem vakti at­hygli hans. Um var að ræða ó­upp­tekinn smokka­pakka frá Durex sem ein­hver virðist ekki hafa getað notað.

Ekki fylgdi sögunni hvort smokka­pakkinn hefði verið þarna lengi eða hvort hann sé seldur.