Mynd dagsins: Þetta stóð í af­mælis­kortinu til Víðis Reynis­sonar

22. apríl 2020
15:32
Fréttir & pistlar

Víðir Reynis­­son, yfir­­lög­­reglu­­þjónn hjá ríkis­lög­reglu­stjóra, á af­­mæli í dag en hann er 53 ára gamall. Af því til­­efni færði Anna Birna Jens­dóttir, stjórnar­maður hjá Sam­tökum fyrir­­­tækja í vel­­ferðar­­þjónustu, honum köku.

Í kortinu stóð:

Kæri Víðir

Í­búar og starfs­fólk hjúkrunar­heimila sendir þér hug­heilar hamingju­óskir í til­efni dagsins 😊

Fyrir hönd Sam­taka fyrir­tækja í vel­ferðar­þjónustu

Pétur Magnús­son, for­maður stjórnar

Gangi þér allt í haginn

Víðir komst við þegar hann tók við kökunni og sagði: „Ég fæ nú bara tár í augun“

Í lok fundarins skoraði Víðir á fólk að gera gagn fyrir sam­fé­lagið og taka þátt í stóra plokk­deginum á laugar­daginn en muna um leið tveggja metra regluna og vera um leið ekki í of stórum hópum.

Í lok fundar sagði Víðir:

„Svo langar mig bara að þakka fyrir mig.“

Að því mæltu sendi hann ís­lensku þjóðinni fingur­koss.