Hringbraut skrifar

Mynd dagsins: „þetta er svakalegt!!“ svona var staðan á keflavíkurflugvelli

13. janúar 2020
14:54
Fréttir & pistlar

Mynd dagsins að þessu sinni birti Björn Bjarnason fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins á Facebook. Mikið óveður var á Reykjanesi í gær og í morgun var staðan með þeim hætti sem sjá má á myndinni.

Mynd Björns hefur vakið mikla athygli og verið deilt víða. Björn skrifaði fyrir ofan myndina:

Á göngubraut við Leifsstöð að morgni 13.01.20

Söngvarinn Bergþór Pálsson lagði orð í belg á síðu Björns og sagði:

„Mikið er þetta skemmtilegt. Svo kemur hækkandi sól og að lokum sumar og það er líka skemmtilegt! Tómas Guðbjartsson læknir sagði myndina magnaða og þá rammar lýsing Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa, það sem blasti við Birni. Þorbjörg Helga sagði einfaldlega:

„Þetta er svakalegt!!“

\"\"