Mynd dagsins: „Þessi bíll er fullur af kosninga­lof­orðum“

Það má svo sannar­lega segja að menn hjá Stíflu­þjónustu Bjarna séu með húmorinn í lagi. Mynd dagsins á Hring­braut, sem sjá má hér að neðan ber það með sér.

Vika er nú til al­þingis­kosninga og keppast flokkarnir við að koma sínum stefnu­málum og kosninga­lof­orðum á fram­færi við kjós­endur. Allt frá bein­greiðslum til kjós­enda, skatta­lækkunum og skatta­hækkunum.

Ljóst er að menn hjá Stíflu­þjónustu Bjarna telja sig vita hve mikils virði kosninga­lof­orðin eru, að minnsta kosti í gríni.

Á vinnu­bíl stíflu­þjónustunnar segir ein­fald­lega: „Þessi bíll er fullur af kosninga­lof­orðum“