Mynd dagsins: Þegar Vítalía var forsíðustúlkan árið 2010

Baráttukonan Vítalía Lazareva birti skemmtilega mynd á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi en umrædd mynd er af forsíðu tímaritsins Júlíu sem Birtíngur gaf út fyrir rúmum áratug.

Tímaritið kom upp úr gömlum kössum inni í bílskúr móður hennar og segir Vítalía á Twitter:

„Já hún móðir mín var í 2 klukkutíma í bílskúrnum að róta í kössum í leit að Birkenstock skónum sínum fyrir komandi utanlandsferð... þetta er það sem konan fann. Hvar eru skórnir spyr ég nú bara.“

Hægt er að sjá myndina stærri hér að neðan með því að smella á hana.