Mynd dagsins: „Það er gott að vera bjart­sýnn“

10. ágúst 2020
16:00
Fréttir & pistlar

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu birti með­fylgjandi mynd á Face­book-síðu sinni og er lík­lega ó­hætt að gefa öku­manninum bjart­sýnis­verð­laun vikunnar að þessu sinni.

„Það er gott að vera bjart­sýnn, en maður má samt ekki ætla sér um of,“ segir lög­reglan í færslu á Face­book-síðu sinni.

Svo virðist vera sem um­ræddur öku­maður hafi verið að sækja sér timbur. Hann gerði þó heldur litlar ráð­stafanir til að flytja timbrið á öruggan hátt og skellti því bara inn um skottið. Ekki þarf að fjöl­yrða um heldur ó­var­lega var gengið frá farminum eins og lög­regla bendir á.

„Enda ráku víst margir upp stór augu þegar þessi öku­maður var á ferðinni í um­ferðinni á dögunum. Svo fór reyndar líka að hann var stöðvaður, en öku­manninum var þá gert að flytja timbrið á á­fanga­stað með öðrum og öruggari hætti.“