Mynd dagsins: Sýnishorn af ruglinu í Skeifunni

Mynd dagsins að þessu sinni birtist í Facebook-hópnum Samgönguhjólreiðar þar sem hjólreiðafólk skiptist á ýmsum upplýsingum um hjólreiðar hér á landi.

Myndin sem birtist er úr Skeifunni en skipulagið þar hefur oft verið gagnrýnt fyrir að vera miðað að þörfum ökumanna, en ekki gangandi vegfarenda eða hjólreiðafólks.

„Norðan megin í Skeifunni er þessi frábæra nýting á gangstétt. Brunahaninn náttúrulega hrikalega staðsettur, en til að toppa þetta er steypuhlunkurinn með "Afnám banna" skiltinu nánast að teppa restina af gangstéttinni. Hvaða bann ætli sé verið að afnema þarna?,“ segir sú sem birti myndina.

Margir virðast taka undir þessa gagnrýni og segir til að mynda einn.

„Skeifan og fenin er allt eitt allsherjar kaos, þetta er bara smá sýnishorn af ruglinu.“