Mynd dagsins: Steindi fann tvífara sinn

15. janúar 2021
15:46
Fréttir & pistlar

Leikarinn og samfélagsmiðlastjarnan, Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., deildi skemmtilegri mynd með fylgjendum sínum á Twitter rétt í þessu.

Um er að ræða skjáskot af dönskum leikara nokkrum sem að er sláandi líkur kappanum. „Hæ danskur ég," segir Steindi og gladdi þannig fylgjendur sína.