Mynd dagsins: Sól­veig Anna sökuð um hræsni - verslar við fyrir­tæki sem sví­virðir vinnu­afl

Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar, var gripinn á mynd að versla sér föt í COS. Fata­hönnuðurinn Guð­mundur Jörunds­son vekur at­hygli á þessu og segir að verka­lýðs­foringinn ætti að vita betur en styrkja slík fyrir­tæki.

„Sól­veig Anna að versla við COS (H&M), fyrir­­­tæki sem er einna þekktast fyrir barna­­þrælkun og al­­menna sví­virðingu vinnu­afls til fram­­leiðslu á ó­­­dýrum, massa­f­ram­­leiddum og ó­­um­hverfis­vænum fatnaði,“ skrifar Guð­mundur og birtir myndina.

Hrund Heið­rúnar­dóttir svarar Gumma og vill ræða málið á góðum grund­velli. „Ég skil svo ó­­­trú­­lega vel hvað Guð­­mundur er að fara og það er fokking valid.En svo á hinn bóginn er fólk sem hefur ekki efni á öðru. Í grunninn snýr þetta allt að stjórn­völdum. Getum við sam­einast í að pönkast í þeim???“ spyr Hrund. Það gæti nú samt varla náð yfir Sól­veigu sem er með yfir milljón á mánuði.

Guð­mundur svara um hæl í hæðni og segir: „Styðja barna­þrælkun þegar það hentar mér“