Mynd dagsins | „Smyrja vel á og það virki­lega vel“

Líf­legar um­ræður hafa skapast innan Face­book hópsins Vertu á verði – eftir­lit með verð­lagi eftir að kona nokkur setti þar inn mynd sem hún tók eftir sund­ferð í Laugar­dals­laugina.

„Laugar­dals­sund­laug selur kókó­mjólkina á spott­prís,“ skrifar hún í at­huga­semd með færslunni.

Myndin er af 250 ml. fernu af Kókó­mjólk, en sam­kvæmt verð­miða í hillu kosta her­leg­heitin hvorki meira né minna en 330 krónur.

„Smyrja vel á og það virki­lega vel. Liðið borgar með glöðu geði. Annars væri það ekki til sölu þarna á þessu verði,“ segir í einni at­huga­semdinni.

Þá bendir annar á lítra­verðið miðað við upp­gefið verð.

„1320 kr lítrinn.“

Þá bendir annar á að þetta verð­lag er það sem gengur og gerist víða annars staðar.

„Svipað og í bakaríi og á fleiri stöðum.“

Skiptar skoðanir eru um verðlagninguna hjá Laugardalslaug innan Facebook hópsins Vertu á verði - eftirlit með verðlagi.
Fréttablaðið/Skjáskot

Fleiri fréttir