Mynd dagsins: Sérðu eitt­hvað at­huga­vert við for­síður tíma­ritanna?

Mynd dagsins að þessu sinni birtist á Face­book-síðu Kvenna­hreyfingarinnar og sýnir for­síður tveggja tíma­rita, annars vegar Hús­freyjunnar og hins vegar Sport­veiði­blaðsins.

Á myndinni prýðir Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra for­síðu Hús­freyjunnar en Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra for­síðu Sport­veiði­blaðsins. Í færslu Kvenna­hreyfingarinnar stendur: „Auð­vitað bara til­viljun, hefði svo auð­veld­lega getað verið öfugt.“

Hvort sá dagur muni koma að Bjarni Bene­dikts­son prýði for­síðu Hús­freyjunnar og Katrín Jakobs­dóttir for­síðu Sport­veiði­blaðsins skal ó­sagt látið. Þess má þó geta að for­síða Hús­freyjunnar er af tíma­riti blaðsins sem kom út í fyrra­sumar en um­rætt ein­tak Sport­veiði­blaðsins kom út í mars á þessu ári.

Auðvitað bara tilviljun, hefði svo auðveldlega getað verið öfugt.

Posted by Kvennahreyfingin on Föstudagur, 29. maí 2020