Mynd dagsins: Sama tímakaup hjá lögreglu og í unglingavinnunni

9. júlí 2020
10:21
Fréttir & pistlar

Glöggur Facebook notandi benti á að ekki væri mikill munur er á tímakaupi útskrifaðs lögreglumanns með diplómu í lögreglufræði frá Háskóla Akureyrar og starfsmanna vinnuskóla Kópavogs sem fæddir eru árið 2003.

Aðeins munar 134,95 krónum á tímakaupi starfshópanna. Ungmenni vinnuskólans eru með 2.079 krónur á tíman en lögreglumaðurinn sem um ræðir með 2.214 krónur.

Samningslausir í rúmt ár

Lög­reglu­menn hafa verið samnings­lausir í nærri 15 mánuði. Lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt en undanfarnar vikur hafa þeir vakið athygli á stöðunni og krafist nýrra kjarasamninga.

Lögreglumenn fóru í rafræna kröfugöngu 1. maí síðastliðinn þar sem þau mótmæltu seinagangi í kjaraviðræðum við samninganefnd íslenska ríkisins.

Lögreglumaður með diplómu í lögreglufræði er með 2.214 krónur á tímann.
Ungmenni fædd árið 2003 fá 2.079 krónur á tímann.