Hringbraut skrifar

Mynd dagsins: rauð viðvörun á höfuðborgarsvæðinu og í nálægum sveitarfélögum – ofsaveður á leiðinni

13. febrúar 2020
16:14
Fréttir & pistlar

Rauð viðvörun: Mynd dagsins sýnir nýjustu tíðindi af storminum sem von er að skelli á landinu á morgun.

Austan 20-30 m/s, á höfuðborgarsvæðinu og í nálægum sveitarfélögum. Örfá hverfi eru í þokkalegu skjóli fyrir austanátt og veðrið nær sér því síður á strik þar. Búast má við samgöngutruflunum á meðan veðrið gengur yfir og að flugsamgöngur leggist af.

Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni.