Mynd dagsins: „Passið ykkur á þessari síðu, þetta lítur út fyrir að vera 100% legit en tapaði stór­fé hérna“

Fata­hönnuðurinn Guð­mundur Jörunds­son á mynd dagsins í dag en hann deilir þar skjá­skoti af heldur vafa­samri síðu sem er með Katrínu Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra Ís­lands, fyrir framan Lands­bankann.

Um aug­ljóst nets­vindl er að ræða og segir að Ís­lendingar geta gert upp allar skuldar sínar innan við viku en heima­síðan lítur út fyrir hafa að­eins of marga sam­hljóða í röð til að vera trú­verðug.

Guð­mundur skrifar í gríni: „Passið ykkur á þessari síðu, þetta lítur út fyrir að vera 100% legit en tapaði stór­fé hérna“