Mynd dagsins: Ótrúlegt að honum hafi dottið þetta í hug í morgun!

23. febrúar 2020
18:12
Fréttir & pistlar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti mynd dagsins að þessu sinni og minnir fólk á hve mikilvægt það er að skafa bíla sína. Það hefur ekki farið framhjá neinum að snjóað hefur hressilega í dag og á að snjóa enn meira í kvöld, í nótt og í fyrramálið.

„Þessi ökumaður er mjög líklegur til að hljóta skammarverðlaun dagsins fyrir að skafa ekki af rúðum bifreiðar sinnar áður en hann hélt út í umferðina í morgun. Ótrúlegt að mönnum skuli detta svona í hug!“ skrifar lögreglan.

Hún minnir á að athæfið er að sjálfsögðu ólöglegt og hættulegt. „Sektin við að hreinsa ekki rúður ökutækja áður en lagt er af staði út í umferðina er 20.000 kr. Munum að skafa vel af rúðum! Ps: Til hamingju með daginn konur!“