Mynd dagsins: Ólafur sýnir afrakstur reglubundinnar hreyfingar

19. október 2020
20:44
Fréttir & pistlar

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti lýðveldisins, virðist una sér vel utan embættisins og hefur verið virkur í hinum ýmsu verkefnum á undanförnum árum.

Þrátt fyrir hafa staðið fyrir ótöldum móttökum og notið veglegra matarboða með þjóðarleiðtogum og öðru frammáfólki virðist hann lítið hafa breyst í holdum frá því hann tók fyrst við embætti forseta árið 1996.

Ólafur deilir merkilegri mynd á Twitter-síðu sinni sem ber þess skýr merki en þar sést hann nýlega klæðast sömu jakkafötum og hann notaði í heimsókn sinni til Ísafjarðar fyrir heilum 24 árum síðan.

Óhætt er að segja fötin passi vel á Ólaf nærri aldarfjórðungi síðar. Sjálfur segir hann að þessu megi þakka gönguferðum og æfingum sem hann stundi á hverjum einasta degi.