Mynd dagsins: Ólafur með símann á lofti við innsetningarathöfn Guðna

Guðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta í annað sinn fyrr í dag en athöfnin var fámenn í ljósi sóttvarnaráðstafanna vegna kórónaveirufaraldursins.

Fyrrum forsetar lýðveldisins voru þó viðstaddir, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finbogadóttir.

Ríkisútvarpið streymdi beint frá athöfninni og voru meðlimir Facebook hópsins Algjörlega óáhugaverðar stjórnmálaupplýsingar ekki lengi að ná skjáskoti af Ólafi með símann á lofti við athöfnina.

Í ljós kom að Ólafur hafði verið með símann á lofti til að ná mynd fyrir Twitter færslu þar sem hann sagði skrýtið að vera viðstaddur athöfnina á Alþingi þar sem hún væri svo fámenn.

Dorrit og Óli náðust á mynd við athöfnina.
Skjáskot/RÚV

Fleiri fréttir