Mynd dagsins: Múgurinn með mót­mæli við Veður­stofu Íslands

Hall­dór Baldurs­son, skop­mynda­teiknari Frétta­blaðsins á mynd dagsins í dag er hann gerði grín að kvörtunum net­verja yfir vind­stigum.

Mikið ó­veður reið yfir norður og austur­land um helgina og var mikið fjallað um vind­hraða í fjöl­miðlum. Í því sam­hengi var bæði notað metrar á sekúndu og síðan kíló­metra á klukku­stund.

Þó nokkrir Ís­lendingar báðu um gömlu góðu vind­stigin til að forðast allan rugling og gerir Hall­dór gys af því í mynd dagsins.