Mynd dagsins: Margréti brá í brún þegar hún fór að skoða – „Leit æðislega út á fasteignamyndinni“

Það er að mörgu að huga þegar kemur að fasteignakaupum, fyrir seljendur er það oftast að taka virkilega vel til áður en teknar eru myndir fyrir fasteigaauglýsinguna og áður en það eru haldin opin hús. Fasteignamyndir eru yfirleitt teknar af fagmönnum með það stóra markmið að láta íbúðina líta eins vel út og hægt er. Fyrir kaupendur þá þarf að skoða myndirnar með þetta í huga og alltaf að passa að skoða íbúðina áður en hún er keypt, það á ekki alltaf við þegar markaðurinn er eins og hann er um þessar mundir.

Margrét nokkur var heppin að skoða íbúðina og birti myndir á Twitter af baðkarinu eins og það leit út á fasteignamyndinni og hvernig það leit út þegar komið var inn á baðið sjálft.

Myndin hefur vakið verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum.

Ragga segir: „Fósturstelling í baði. Verðið að prófa.“

Jón Frímann skilur ekkert: „Af hverju er ekki bara sturta þarna. Þetta er svona dæmigert baðherbergi eins og eru í Danmörku. Þar er ekki pláss fyrir bað.“

Garðar Gunnlaugsson sagði svo: „Þetta er bara aukavaskur.“