Mynd dagsins - Margrét Erla rifjar gamla partý­mynd af Sig­mari: „Maðurinn er náttúru­lega orðinn létt ó­þolandi“

Fjöl­miðla­konan og maga­dans­mærin, Margrét Erla Maack, sem meðal annars starfar á Hring­braut, á mynd dagsins en hún rifjaði upp skemmti­lega mynd af Sig­mari Guð­munds­syni, al­þingis­manni Við­reisnar sem er orðinn ellefu ára gömul.

Þegar myndin var tekinn var Sig­mar bara „ó­prúttin sjón­varps­maður“ segir Margrét en DV greinir frá.

Á myndinni má sjá Sig­mar fylgja tísku­bylgju sem tröll­réð öllu um mitt árið 2011, það að planka. Tísku­bylgjan lýsti sér í því að fólk tók upp á því að liggja flatt á hinum ýmsu ó­venju­legu stöðum, eins og píanói í til­viki Sig­mars.

„Maðurinn er náttúru­lega orðinn létt ó­þolandi,“ sagði Margrét þegar hún birti myndina árið 2011 en í gær skrifaði hún nýja at­huga­semd við færsluna þar sem liðin voru slétt 11 ár frá birtingu hennar.

„Hver man ekki eftir þessu tíma­bili al­þingis­mannsins þegar hann var bara ó­prúttinn sjón­varps­maður sem var alltaf að planka í partýum?“ spyr Margrét í þessari nýju at­huga­semd og upp­skar nokkur hlátra­sköll miðað við við­brögð vina hennar á sam­fé­lags­miðlinum.

Ljósmyndin sem Margrét Erla deildi á Facebook.