Mynd dagsins: Loks loka­dagar vetrar

Mynd dagsins birtist á veður­vefnum Blika.is og ber heitir Loka­dagar. Þar er birt tungl­mynd frá því klukkan 08:30 í morgun og er af vef Veður­stofunnar. Þar segir að vonandi sé þetta ein af síðustu myndunum sem sýni vetrar­á­stand veðurs í kringum landið.

  1. Élja­loft kemur með SV-átt og beinist einkum að Suður­landi. Hnapparnir er skemmti­lega hring­laga og bjart með sól á milli þeirra. Vindröstin í lofti veikist og um leið fækkar éljunum þegar líður á daginn.
  2. Glittir í sveip gömlu lægðarinnar vestast á myndinni. Djúp vetra­lægð al. sunnu­dag og nú er vart svipur hjá sjón.
  3. Bakki með snjó­komu yfir norðan­verðum Vest­fjörðum og austur með ströndinni. Þarna eru skila á milli SV-áttarinnar í suðri og N-áttar handa hans. Honum vex frekar ás­megin og veldur éljum, en sam­felldri snjó­komu á an­nesjum norðan­lands seint í kvöld og í nótt.

Já kannski er veturinn loks að gefa eftir og kalda loftið úr vestri og norðri smám saman að víkja fyrir mildara úr suðri?