Mynd dagsins: Lög­reglu­menn fengu glaðning í miðju um­sáturs­á­standi

Fjöl­margir lög­reglu­menn eru staddir í Hafnar­firði um þessar mundir eftir að vopnaður karl­maður hóf skot­hríð á bíl frá svölunum sínum.

Lög­reglan fékk til­kynningu um mögu­lega skot­á­rás klukkan 20 mínútur í átta í morgun og er lögreglan enn á svæðinu. Lögreglan er í samskiptum við manninn sem er enn í íbúðinni.

Lög­reglan hefur af­girt svæði í kringum íbúðina en inn á miðju svæðinu er Nettó verslun. Verslunin hefur boðið lög­reglu­mönnunum sem standa í ströngu upp á glaðning. Ljós­myndari Frétta­blaðsins náði þessari mynd hér að neðan þar sem sést lög­reglan hefur fengið að nóg að drekka á meðan á­standið stendur yfir.

Lögregluþjónn kemur með drykki fyrir samstarfsfélaga sína.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Skúli Jóns­­son, að­­stoðar­yfir­­lög­­reglu­­þjónn hjá lög­­reglunni á höfuð­­borgar­­svæðinu, segir að lög­regla sé enn í við­ræðum við byssu­manninn við Mið­vang 41 í Hafnar­­firði. Maðurinn er einn í í­búðinni og segir Skúli að lög­reglan verði á svæðinu þar til maðurinn kemur út.

Skúli ræddi við fjöl­­miðla rétt fyrir klukkan 12 í dag.

Það var um hálf átta leytið í morgun að til­­­kynning barst lög­­reglu um að skotið hefði verið á bif­­reið fyrir aftan verslun Nettó við Mið­vang af svölum í­búðar skammt frá. Eig­andi bílsins fór í skýrslu­töku hjá lög­­reglu í morgun og sagði Skúli að hann fengi nú þann stuðning sem hann þyrfti. Ekki er talið að tengsl séu á milli byssu­­mannsins og eig­anda bif­­reiðarinnar.