Mynd dagsins: Lilja í sömu fötum og Paddington

Mynd dagsins að þessu sinni sýnir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, við hlið vinalega bangsans Paddington. Paddington þekkja margir enda ófáir alist upp með bækur um hinn hæverska hún á náttborðinu hjá sér.

Klæðaburður Lilja við Ráðherrabústaðinn fyrir skemmstu þótti minna um margt á klæðaburð bangsans góðlega eins og Einar Þór Gústafsson benti á á Twitter-síðu sinni í gær. Lilja skartaði fallegum hatti og frakka sem er einmitt einkennisklæðnaður Paddingtons.

Myndirnar má sjá hér að neðan.