Mynd dagsins: Kostu­leg mis­tök í aug­lýsingu Bónus

Hjör­leifur Jóhannes­son bendir á frekar skemmti­leg mis­tök í aug­lýsinga­bækling hjá Bónus í dag en þar er aug­lýst til­boð á instant núðlum frá Yu­myum sem venju­lega kosta undir 100 krónur á til­boði á 479 kr.

Þá stendur einnig að hægt er að fá 5 box og borga fyrir 6 box. Svona ef fólk vill gefa Bónus pening.

„Er þetta ekki góður díll?“ spyr Hjör­leifur inn í hópnum Vertu og verði – eftir­lit með verð­lagi.

Um er að ræða augljósa prentvillu en allir auglýsingabæklingar eru birtir með fyrirvara um prentvillur.