Mynd dagsins: Kennari leyfði nemendum að sleppa tíma

Ung kona deildi í dag skjáskoti af skemmtilegum skilaboðum sem hún fékk frá kennaranum sínum.

Kennaranum virtist umhugað um að nemendur fengju tækifæri til að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu etja kappi í handbolta.

Hann sagði því að þeir nemendur sem myndu ekki mæta í stærðfræðitíma hjá sér mættu það. Þeir þyrftu einfaldlega að sýna honum mynd af leiknum í næsta tíma til að fá mætingu.

Þessi skilaboð sendi hann nemendum í pósti sem var svona: